OKKAR MARKMIÐ

Að hanna og framleiða fallega gæðavöru og koma fram við viðskiptavini af virðingu og heiðarleika.

OKKAR SÝN

Að Atlantic Headwear geti vaxi og dafnað sem vörumerki sem fólk þekkir og treystir.

OKKAR GILDI

Heiðarleiki, falleg hönnun og ábyrgð.
Jóhannes Helgason
Húfan sem hóf þetta allt saman - Gnúpverjar

UM HVAÐ SNÝST ATLANTIC HEADWEAR?

Tilgangur Atlantic Headwear er að hanna, framleiða og selja glæsilegar húfur. Sama hvert tilefnið er eða hver ástæðan fyrir því að þú ert að velta fyrir þér húfum þá ertu komin/n á réttan stað. Við þjónustum íþróttafélög, félagasamtök, viðburði, fyrirtæki, vinahópa og alla aðra sem gætu viljað leita til okkar. Við leggjum áherslu á að gæði vörunnar séu eins og best verður á kosið og að viðskiptavinir njóti frábærrar þjónustu.

Þetta byrjaði allt með fjáröflun fyrir körfuboltaliðið mitt. Upp kom sú skemmtilega hugmynd að hanna og láta framleiða fyrir okkur derhúfur sem við myndum síðan selja stuðningsfólki okkar. Þetta gekk framar vonum og náðum við að safna þónokkrum krónum í baukinn og selja fullt af húfum – ekki amalegt fyrir Gnúpverja, lítið lið að spila í næstefstu deild KKÍ í fyrsta skipti með afar takmarkað bakland.

Mig langaði að prófa að vinna með öðrum félögum en mínu eigin og fann fyrir miklum áhuga. Það er þörf á fallegum vel hönnuðum húfum sem iðkendur og stuðningsfólk getur borið með stolti.

Snemma á árinu 2018 vaknaði upp sú hugmynd hjá mér að búa til vörumerki í kringum hönnun og framleiðslu á húfum. Áhersla yrði lögð á að veita íþróttafélögum tækifæri til að afla aukinna tekna í gegnum sölu á húfum sem og að gefa sínu stuðningsfólki og iðkendum tækifæri til að sýna sinn stuðning á flottan hátt. Einnig mun Atlantic Headwear búa til húfur ótengdar íþróttaiðkun og bjóða upp á fjölbreytta vörulínu.

Aðrir aðilar á borð við fyrirtæki og einstaklinga geta einnig nýtt sér þjónustu Atlantic Headwear til að fá framleidda fyrir sig hágæðavöru.

Nú þegar hafa nokkur íþróttafélög fengið húfur með sínum merkjum og verið afar ánægð með bæði vöruna og þjónustuna. Næsta skref hjá Atlantic Headwear er að opna vefsíðu sína og setja sig í samband við íþróttafélög á öllu landinu og hefja samstarf með sem flestum. Á sama tíma gefum við síðan öllum öðrum aðilum sem hafa áhuga á okkar þjónustu að hafa samband, fræðast um okkur og vinna með okkur.

Vefverslun Atlantic Headwear er bæði ætlað að sýna vörur merkisins og íþróttafélaga sem og að gefa neytendum tækifæri á að versla þessar vörur á sem þægilegastan og öruggasta hátt. Heiðarleiki og góð þjónusta eru okkur mikilvæg og verður enginn svikinn af okkar þjónustu eða vörum.

Draumurinn er að til verði Atlantic Headwear húfur með merkjum allra íslenskra íþróttafélaga. Að Atlantic Headwear höfuðfatnaður verði með fjölbreytta og skemmtilega vörulínu fyrir alla fjölskylduna og þá fjölmörgu ferðamenn sem sækja landi okkar. Að merkið verði þekkt fyrir sín gæði og að aðilar geti leitað til Atlantic Headwear til að fá ráðgjöf og þjónustu sem leiðir til þess að þeir nái sínum markmiðum.

Ég hlakka til að heyra frá þér og vinna með þér!

Kær kveðja,
Jóhannes Helgason, stofnandi Atlantic Headwear

UMSAGNIR VIÐSKIPTAVINA