Skilmálar

Almennar upplýsingar um seljandann

Seljandi á vörum og þjónustu Atlantic Headwear á AtlanticHeadwear.is er Jóhannes Helgason (kt.: 2707852559), Kleppsvegi 134, 104 Reykjavík.

Greiðsluleiðir

Hægt er að greiða með eftirtöldum leiðum:

Í gegnum banka millifærslu og skulu þær greiðslur berast á reikning með númerið: 0311-26-030710. Kennitalan er: 2707852559.

Með Netgíró. Viðskiptavinur er færður yfir á vefsvæði Netgíró til að ganga frá greiðslunni. Skilmálar Netgíró gilda um viðskipti í gegnum þessa greiðsluleið.

Skilaréttur vefverslunar Atlantic Headwear

Hægt er að skila vöru allt að 30 dögum eftir að gengið hefur verið frá kaupum og ekki þarf að gefa upp neina ástæðu vegna þess. Til að hægt sé að skila vörunni þarf hún að vera í upprunalegu ástandi og bera allar þær merkingar sem hún kann að hafa borið þegar hún var afhend kaupanda (t.d. límmiða og hangandi miða). Atlantic Headwear áskilur sér rétt til að taka ekki við vöru sé talið að hún sé ekki í upprunalegu ástandi. Ýmist er hægt að fá vörunni skipt eða fá hana að fullu endurgreidda.

Skilaréttur vegna sérpantana hjá Atlantic Headwear

Sérpöntuðum vörum er ekki hægt að skila nema um augljósan galla á vörunni sé að ræða, varan sé ekki í samræmi við það sem kaupandi og Atlantic Headwear höfðu rætt um, og skal þá vísað í tölvupóstssamskipti þess efnis, eða að varan hafi skemmst í flutningi. Atlantic Headwear áskilur sér þann rétt að taka einungis við þeim hluta pöntunar sem er gölluð, röng eða skemmd en ekki allri pöntuninni ef hún er að einhverju leiti heil, rétt og/eða óskemmd. Atlantic Headwear áskilur sér rétt til að selja í smá- eða heildsölu sérpöntuðum vörum sem hefur verið skilað.

Verð og aðrar vöruupplýsingar á heimasíðu Atlantic Headwear

Atlantic Headwear áskilur sér rétt til að breyta verðum á síðunni fyrirvaralaust. Upplýsingar á borð við myndir, verð og lagerstöðu eru birtar með fyrirvara um að þær kunni að vera rangar og/eða að um prentvillu og/eða innsláttarvillu sé að ræða. Atlantic Headwear áskilur sér rétt til að hætta við pantanir ef verslunin telur að uppgefnar forsendur síðunnar hafi verið rangar (t.d. ef að verð var rangt eða lagerstaða ekki rétt (vara ekki lengur til)). Skal verslunin þó gera viðskiptavininum grein fyrir því að ekki standi til að afhenda vöruna um leið og það er ljóst og endurgreiða pöntunina að fullu án tafar.

Afhendingartími

Vörur til afhendingar á Höfuðborgarsvæðinu eru afhendar næsta virka daga nema annað sé tekið fram í vörulýsingu eða samið sé við viðtakanda um annað. Vörunum er ekið til heimila eða vinnustaða viðtakanda og á þeim tíma sem þeim hentar.

Vörur til afhendingar utan Höfuðborgarsvæðisins eru sendar með Póstinum næsta virka dag svo lengi sem pantanirnar berast fyrir klukkan 14. Pantanir sem berast eftir 14 eða ekki á virkum dögum geta verið póstlagðar tveimur dögum eftir að pöntunin hefur borist.

Sendingarkostnaður

Atlantic Headwear sendir einungis til heimilisfanga á Íslandi. Allur sendingarkostnaður er hluti af vöruverði nema annað sé tekið fram í vörulýsingu. Enginn sendingarkostnaður bætist við þegar gengið er frá kaupum nema annað sé tekið fram í vörulýsingu.

Persónuupplýsingar

Atlantic Headwear leggur sig fram um að gæta þess að farið sé með persónuupplýsingar viðskiptavina sinna eða annarra notenda síðunnar í samræmi við íslensk persónuverndarlög. Vefurinn safnar persónuupplýsingum meðal annars í þeim tilgangi að veita viðskiptavinum betri þjónustu. Söfnun persónuupplýsinga getur verið gerð í tilgangi beinnar og/eða óbeinnar markaðssetningar til viðskiptavina eða annarra notenda síðunnar. Atlantic Headwear áskilur sér rétt til að hafna og/eða hætta við viðskipti við hvern sem er byggt á persónuupplýsingum sem safnað hefur verið um viðkomandi.

Upplýsingar sem vefurinn kann að safna um notendur eða aðra notendur hans:

  • Nafn
  • Aldur
  • Tengiliðaupplýsingar (s.s. heimilisfang, netfang, símanúmer)
  • Greiðsluupplýsingar (t.d hvenær og með hvaða hætti gengið var frá)
  • Greiðslusaga
  • Pöntunarsaga
  • Upplýsingar um vörukaup
  • Upplýsingar um tölvur viðskiptavina, síma eða önnur tæki sem viðskiptavinur notar og stillingar þeirra
  • Upplýsingar um hvernig viðskiptavinur eða aðrir notendur síðunnar notar vefsíður og aðra rafræna miðla fyrirtækisins
  • Gögn sem notandi býr til (t.d. smellir á vefsíðu og vefflettingar)
  • Hvernig vefsíður og vefmiðlar eru notuð (t.d. hvaða vefsíður og hlutar vefsíðna hafa verið heimsótt og hverju hefur verið leitað að)
  • Bréf, tölvupóstar, símaskilaboð og önnur samskipti við viðskiptavini eða annarra notenda síðunnar
  • Nafnlausar tæknilegar upplýsingar sem snúa að þeim tækjum sem notuð eru og stillingar (t.d. tungumálastillingar, IP tölur, vafrastillingar, tímabelti, stýrikerfi, skjástillingar o.fl.)
  • Nafnlausar upplýsingar um notkun viðskiptavina (t.d. á hvaða hátt þjónustur voru notaðar, hvernig innskráningu var háttað, hvar og hversu lengi ýmsar síður voru heimsóttar, viðbragðstími, villur við niðurhal, hvernig hægt er að tengjast þjónustum og hvenær farið var úr þjónustum, o.s.frv.)
  • Nafnlausar upplýsingar um hvernig vefsíður okkar og aðrir rafrænir miðlar eru notuð (t.d. hvaða síður eða síðuhlutar hafa verið heimsótt og að hverju hefur verið leitað)
  • Nafnlausar landfræðilegar upplýsingar

Í einhverjum tilfellum getur Atlantic Headwear látið þriðja aðila hafa persónuupplýsingar viðskiptavina eða annarra notenda síðunnar þess. Skal það þó aldrei gert í þeim tilgangi að þriðji aðili geti notað þær upplýsingar til að stunda beina markaðssetningu fyrir sjálfan sig gagnvart þeim viðskiptavinum. Dæmi um tilfelli þar sem þriðji aðili fær persónuupplýsingar um viðskiptavini Atlantic Headwear eru t.d. vegna vöruflutninga, greiðslna, dreifingu, markaðssetningu Atlantic Headwear, tækniþjónustu o.fl.

Þá áskilur Atlantic Headwear sér rétt til að deila persónuupplýsingum um viðskiptavini eða notendur síðunnar til yfirvalda (t.d. lögreglunnar og skattayfirvalda), banka-, korta- og greiðslufyrirtækja og þeim aðilum sem kunna að sjá um vöruflutninga. Í slíkum tilfellum er ætlast til þess að þriðji aðili fari að einu og öllu eftir þeim lögum og reglum sem kunna að gilda um meðferð viðkomandi upplýsinga.

Óski viðskiptavinur eða notandi síðunnar að fá upplýsingar um hvaða persónuupplýsingum Atlantic Headwear hefur safnað um hann skal hann hafa samband í gegnum info@atlanticheadwear.is. Óski viðskiptavinur eða notandi síðunnar þess að þær upplýsingar sem Atlantic Headwear hafi safnað um hann verði eytt að hálfu Atlantic Headwear skal hann hafa samband í gegnum info@atlanticheadwear.is.

Kökuskilmálar

Vefur Atlantic Headwear notast við kökur en það eru litlar textaskrár sem komið er fyrir á tölvu eða snjalltæki þínu þegar þú heimsækir vefinn. Með því að vista þessar kökur getur vefurinn áttað sig á því hvernig þú notaðir vefinn síðast og t.d. munað þínar stillingar. Kökur sem þessum er ætlað að bæta virkni síðunnar og þeirrar þjónustu sem hún veitir notendum sínum.

Vefur Atlantic Headwear notast bæði við kökur sem koma beint frá vefnum sem og kökur frá þriðja aðila (t.d. Facebook og Google) til að greina notkun á vefnum og gera okkur kleift að beina markaðsefni okkar á betri hátt til þeirra hópa sem við viljum ná til.

Ef þú leyfir ekki kökur frá vef Atlantic Headwear munu sumir hlutar síðunnar ekki virka eðlilega.

Á þessari vefslóð getur þú kynnt þér nánar hvernig vafrar vista kökurnar, hvernig þú getur eytt þeim og stjórnað stillingum í kringum þær: http://www.aboutcookies.org.uk/

 

Hafir þú einhverjar spurningar hvetjum við þig til að hafa samband við okkur: Hafa samband síðan okkar.