OKKAR MARKMIÐ
OKKAR SÝN
OKKAR GILDI
UM HVAÐ SNÝST ATLANTIC HEADWEAR?
Tilgangur Atlantic Headwear er að hanna, framleiða og selja glæsilegar húfur. Sama hvert tilefnið er eða hver ástæðan fyrir því að þú ert að velta fyrir þér húfum þá ertu komin/n á réttan stað. Við þjónustum íþróttafélög, félagasamtök, viðburði, fyrirtæki, vinahópa og alla aðra sem gætu viljað leita til okkar. Við leggjum áherslu á að gæði vörunnar séu eins og best verður á kosið og að viðskiptavinir njóti frábærrar þjónustu.
Þetta byrjaði allt með fjáröflun fyrir körfuboltaliðið mitt. Upp kom sú skemmtilega hugmynd að hanna og láta framleiða fyrir okkur derhúfur sem við myndum síðan selja stuðningsfólki okkar. Þetta gekk framar vonum og náðum við að safna þónokkrum krónum í baukinn og selja fullt af húfum – ekki amalegt fyrir Gnúpverja, lítið lið að spila í næstefstu deild KKÍ í fyrsta skipti með afar takmarkað bakland.
Mig langaði að prófa að vinna með öðrum félögum en mínu eigin og fann fyrir miklum áhuga. Það er þörf á fallegum vel hönnuðum húfum sem iðkendur og stuðningsfólk getur borið með stolti.
Snemma á árinu 2018 vaknaði upp sú hugmynd hjá mér að búa til vörumerki í kringum hönnun og framleiðslu á húfum. Áhersla yrði lögð á að veita íþróttafélögum tækifæri til að afla aukinna tekna í gegnum sölu á húfum sem og að gefa sínu stuðningsfólki og iðkendum tækifæri til að sýna sinn stuðning á flottan hátt. Einnig mun Atlantic Headwear búa til húfur ótengdar íþróttaiðkun og bjóða upp á fjölbreytta vörulínu.
Aðrir aðilar á borð við fyrirtæki og einstaklinga geta einnig nýtt sér þjónustu Atlantic Headwear til að fá framleidda fyrir sig hágæðavöru.
Nú þegar hafa nokkur íþróttafélög fengið húfur með sínum merkjum og verið afar ánægð með bæði vöruna og þjónustuna. Næsta skref hjá Atlantic Headwear er að opna vefsíðu sína og setja sig í samband við íþróttafélög á öllu landinu og hefja samstarf með sem flestum. Á sama tíma gefum við síðan öllum öðrum aðilum sem hafa áhuga á okkar þjónustu að hafa samband, fræðast um okkur og vinna með okkur.
Vefverslun Atlantic Headwear er bæði ætlað að sýna vörur merkisins og íþróttafélaga sem og að gefa neytendum tækifæri á að versla þessar vörur á sem þægilegastan og öruggasta hátt. Heiðarleiki og góð þjónusta eru okkur mikilvæg og verður enginn svikinn af okkar þjónustu eða vörum.
Draumurinn er að til verði Atlantic Headwear húfur með merkjum allra íslenskra íþróttafélaga. Að Atlantic Headwear höfuðfatnaður verði með fjölbreytta og skemmtilega vörulínu fyrir alla fjölskylduna og þá fjölmörgu ferðamenn sem sækja landi okkar. Að merkið verði þekkt fyrir sín gæði og að aðilar geti leitað til Atlantic Headwear til að fá ráðgjöf og þjónustu sem leiðir til þess að þeir nái sínum markmiðum.
Ég hlakka til að heyra frá þér og vinna með þér!
Kær kveðja,
Jóhannes Helgason, stofnandi Atlantic Headwear
UMSAGNIR VIÐSKIPTAVINA
Við hjá körfuknattleiksdeild Breiðabliks vildum geta gefið stuðningsfólki okkar kost á því að verða sér út um flottar derhúfur sem báru merki félagsins. Við lögðum áherslu á að derhúfurnar myndu vera fallegar og þannig gerðar að fólk gæti hugsað sér að ganga með þær á höfðinu hversdagslega. Ég hafði samband við Jóhannes seint í nóvember og húfurnar voru komnar í okkar hendur fyrir Jól, það er ævintýralega stuttur afgreiðslutími. Húfurnar eru mjög móðins og hafa notið mikilla vinsælada hjá okkar stuðningsfólki. Jóhannes sá alfarið um hönnun derhúfanna og sá til þess að rétt væri farið með merki félagsins og liti. Verðið sem hann gat boðið okkur var mjög sanngjarnt, öll samskipti þægileg og hreint út sagt til fyrirmyndar. Þjónustan sem Jóhannes veitir er persónuleg og vinnubrögðin sem hann beitir eru fagleg, vandvirk og skilvirk. Mæli eindregið með stráknum!
Okkur hjá kkd Skallagrím vantaði fjáröflunar verkefni. Stakk ég upp á derhúfun. Þar sem ég er persónulega mikil húfu aðdáendi þá var mér ekki sama hvernig þær væru. Ég hafði samband við Jóhannes sem var allur að vilja gerður að græja flottar húfur. Það liðu ekki nema örfáir dagar þar til hann sendi mér hugmyndir að hönnun. Ég og mitt fólk skoðum þær og kusum svo að endingu um það sem okkur leyst best á. Ég lagði svo inn pöntun og var maður alltaf vel upplýstur um stöðu mála hverju sinni. Útkoman var glæsileg. Vel gerðar húfur og allt uppá 100. Salan hefur gengið vel og á ég pottþétt eftir að versla fleiri. Enda eru þetta flottustu húfur á markaðnum i dag. Eins og einn viðskipta vinur sagði eftir að hafa séð twitter auglýsingu frá okkur. “Átt þú flottustu húfu í heimi fyrir mig?”