Sérhannaðar húfur
Þarfir viðskiptavina okkar eru jafn misjafnar og þeir eru margir. Hér fyrir neðan er farið yfir helstu hópana sem við ætlum okkur að þjónusta.
En engar áhyggjur, það skiptir engu máli hvernig viðskiptavinur þú ert, þú færð alltaf úrvals þjónustu og hágæðavöru.
Neðar á síðunni getur þú séð algengar spurningar og svör varðandi sérpantaðar húfur.
Ungmenna- og íþróttafélög
Þetta byrjaði allt með húfum fyrir körfuboltalið – við vitum hvað íþróttafélög þurfa. Hvort sem það á að fara í fjáröflun, fagna titli eða bara gefa stuðningsfólkinu tækifæri á að sýna stuðning sinn með stolti þá er Atlantic Headwear til þjónustu reiðubúið.
Fyrirtæki og vörumerki
Húfur sem bera merki fyrirtækisins þurfa að endurspegla gildi þess. Við getum unnið með allt frá litlum fyrirtækjum upp í risastór og fögnum spennandi og fjölbreytilegum áskorunum.
Tilefni eða vinahópar
Sveigjanleiki er lykillinn. Hvort sem það er fyrir einhvern hitting eða saumaklúbbinn þá græjum við þetta. Við getum gert húfur í öllum stærðum, gerðum og litum. Leyfðu hugmyndafluginu að njóta sín og ekki hika við að koma með klikkaðar hugmyndir.
Annað
Og allt hitt! Passarðu ekki inn í neinn af þessum hópum af því að þú ert að vinna svo langt fyrir utan kassann? Hvað sem þú ert að gera þá hlökkum við til að vinna með þér.
Umsagnir viðskiptavina
Okkur hjá kkd Skallagrím vantaði fjáröflunar verkefni. Stakk ég upp á derhúfun. Þar sem ég er persónulega mikil húfu aðdáendi þá var mér ekki sama hvernig þær væru. Ég hafði samband við Jóhannes sem var allur að vilja gerður að græja flottar húfur. Það liðu ekki nema örfáir dagar þar til hann sendi mér hugmyndir að hönnun. Ég og mitt fólk skoðum þær og kusum svo að endingu um það sem okkur leyst best á. Ég lagði svo inn pöntun og var maður alltaf vel upplýstur um stöðu mála hverju sinni. Útkoman var glæsileg. Vel gerðar húfur og allt uppá 100. Salan hefur gengið vel og á ég pottþétt eftir að versla fleiri. Enda eru þetta flottustu húfur á markaðnum i dag. Eins og einn viðskipta vinur sagði eftir að hafa séð twitter auglýsingu frá okkur. “Átt þú flottustu húfu í heimi fyrir mig?”
Árið sem þessar geggjuðu derrur buðust til sölu í sjoppunni á heimaleikjum Aftureldingar þá neglir liðið sér loksins upp í Innkasso deildina. Getur ekki verið tilviljun.
Enda köllum við þær Innkasso derrur núna. Þessar verða áfram til sölu í sjoppunni næsta sumar.
Við hjá körfuknattleiksdeild Breiðabliks vildum geta gefið stuðningsfólki okkar kost á því að verða sér út um flottar derhúfur sem báru merki félagsins. Við lögðum áherslu á að derhúfurnar myndu vera fallegar og þannig gerðar að fólk gæti hugsað sér að ganga með þær á höfðinu hversdagslega. Ég hafði samband við Jóhannes seint í nóvember og húfurnar voru komnar í okkar hendur fyrir Jól, það er ævintýralega stuttur afgreiðslutími. Húfurnar eru mjög móðins og hafa notið mikilla vinsælda hjá okkar stuðningsfólki. Jóhannes sá alfarið um hönnun derhúfanna og sá til þess að rétt væri farið með merki félagsins og liti. Verðið sem hann gat boðið okkur var mjög sanngjarnt, öll samskipti þægileg og hreint út sagt til fyrirmyndar. Þjónustan sem Jóhannes veitir er persónuleg og vinnubrögðin sem hann beitir eru fagleg, vandvirk og skilvirk. Mæli eindregið með stráknum!
Samalahundadeild Árnessýslu hafði um nokkurt skeið áformað að láta gera derhúfur með merki deildarinnar. Þegar gengið var til verksins höfðum við samband við Atlantic headwear sem veittu okkur afbragðs þjónustu og gæða derhúfur. Takk fyrir okkur, Smalahundadeild Árnessýslu.
Okkar þjónusta
Ferlið:
Þú hefur samband og segir okkur hverju þú ert að leita að. Við hjálpum þér við að hanna höfuðfatnaðinn og í gegnum góð samskipti komumst við að niðurstöðu sem þú ert ánægð/ur með.
Eftir að búið er að ákveða nákvæmlega hvernig húfur skal panta er greitt fyrir pöntunina og framleiðslan hefst. Sérpantanir þarf að greiða fyrirfram.
Fjórum til sex vikum eftir að greiðsla hefur borist færð þú pöntun þína afhenta.