FAQs

Frequently Asked Questions


Afhendingartími á sérpöntunum er í flestum tilfellum 4 til 6 vikur frá því að greitt hefur verið fyrir pöntunina. Sérpantanir þarf að greiða fyrirfram.

Sendingar á Höfuðborgarsvæðinu eru keyrðar heim að dyrum. Við notumst svo við Póstinn til að koma sendingum okkar til skila á aðra staði. Öllum vörum sem verslaðar eru hjá Atlantic Headwear fylgir frí heimsending nema annað komi fram í vörulýsingu.

Það væri óskandi að geta gefið einfalt svar við svona einfaldri spurningu, en því miður fer verðið á húfunum eftir ýmsum þáttum. Tegund húfunnar, hvers konar merkingar eru notaðar, hversu sérhönnuð hún þarf að vera, hversu margar húfur eru pantaðar og ýmislegt fleira hefur mikil áhrif á verðin. Með því að panta fleiri húfur lækkar verðið per húfu.

Við reynum þó að stilla verðinu í hóf og eru verðin hjá okkur það góð að auðvelt er fyrir t.d. félagasamtök að áframselja húfurnar til fjáröflunar.

En þú þarft ekki að koma með fullmótaða hugmynd til að fá verðhugmynd. Ef þú segir okkur í grófum dráttum frá því hvað þú vilt þá getum við oftast gefið verðhugmynd frekar hratt.

Við veitum ráðgjöf um allt frá efnisvali, stíl, fjölda derhúfa sem sniðugt er að taka og allt annað sem viðkemur sérhönnuðum húfum. Við nýtum okkar sérfræðiþekkingu til að sjá til þess að þú fáir akkúrat þá vöru sem hentar þér og þínum þörfum hvað best. Hafðu bara samband og láttu okkur vita hvað þú ert að spá, sama hvað það kann að vera lítið mótað hjá þér.

Lágmarkspöntun er í flestum tilfellum 10 til 25 stykki per hönnun. Hægt er að fara niður í 10 húfur ef húfurnar eru tiltölulega einfaldar og takmarkar hversu mikið er hægt að sérhanna húfurnar. Engin takmörk eru til staðar ef 25 húfur eru teknar.

Við bjóðum því miður ekki upp á að senda vörur nema til heimilisfanga á Íslandi að svo stöddu. Ef þú vilt vera látin/n vita af því þegar boðið verður upp á slíkt hvetjum við þig til að hafa samband við okkur: 'Hafa samband' undirsíða Atlantic Headwear.

Atlantic Headwear býður viðskiptavinum sínum upp á 30 daga skilarétt frá því að varan er afhent. Ýmist er hægt að skipta vörunni fyrir aðra eða fá pöntunina endurgreidda. Varan verður að vera í sínu upphaflega ástandi og má ekki hafa verið notuð.

Hafðu bara samband við okkur ef þú vilt skila vörunni þinni: 'Hafa samband' undirsíða Atlantic Headwear.

Sérpöntunum er ekki hægt að skila nema um skýran galla pöntuninni sé að ræða eða ef hún hefur að hluta eða öllu leyti skemmst í flutningi. Atlantic Headwear áskilur sér rétt til að taka aðeins á móti þeim hluta pöntunar sem er gallaður eða hefur skemmst í flutningi og endurgreiða.

Við bjóðum upp á allar gerðir af derhúfum og rúmlega það. Smekkur fólks er blessunarlega misjafn og þó ákveðnar týpur af derhúfum séu algengari í pöntunum okkar getum við gert hvernig húfur sem er. Hvort sem þú ert með ákveðna týpu í huga, vilt alls ekki einhvern stíl eða bara hverjar sem þínar þarfir eru þá munum við gera allt sem í okkar valdi stendur til að mæta þeim.

Það eina sem við ætlum að sérhæfa okkur í þegar það kemur að höfuðfatnaði er hágæða vara og þjónusta í hæsta gæðaflokki.